Færsluflokkur: Bloggar

Fáviska í Fyrirrúmi

Þetta fann ég á Pressunni... varð að deila þessu.

 

Fornafn Hitlers var Heil og fíll er stærri en tunglið: Verstu svörin í spurningakeppnum í sjónvarpi Hvert var fornafn nasistaleiðtogans Hitlers? Heil!

Hvort er stærra, tunglið eða fíll? Fíll! Hver var forsætisráðherra Bretlands á undan Tony Blair? George Bush. Þetta eru þrjú af alverstu svörum í spurningakeppnum í Bresku sjónvarpi síðustu ára, en þau hafa nú verið gefin út í bók. Marcus Berkmann fer yfir þessu óheppilegu svör úr breskum sjónvarpsþáttum í bókinni Private Eye's Dumb Britain 2, en hér á eftir fara nokkur önnur athyglisverð svör. -

Hver málaði mikið verk í lofti Sixtínsku kapellunnar í Róm? Svar: Uhhh...Leonardo di Caprio.

-Var Tyrannosaurus Rex kjötæta eða grænmetisæta? Svar: Hvorugt. Hún var risaeðla.

-Hvaða bjarnartegund lifir á Suðurskautinu? Svar: (löng þögn) Mörgæs.

-Charles Dickens skrifaði fyrst undir hvaða dulnefni? Svar: Bart Simpson.

-Leikarinn Johnny Weissmuller lést á þessum degi. Hvaða persónu sem sveiflar sér í trjánum íklæddur einungis lendarskýlu lék hann? Svar: Jesús.

-Hvort er stærra, tunglið eða fíll? Svar: Fíll.

-Hver er höfuðborg Kúbu? Svar: (þögn)...(þögn)...(ræsking)...(þögn)...(önnur ræsking)...Belgía?

-Er Sark eyja í Ermasundi? Svar: Ó, er það í Ermasundi? Ég veit það ekki, eru eyjar í Ermasundi? Ég hef aldrei heyrt um neina. Frakkland...það er nálægt Ermasundi er það ekki?

-Pakistan var hluti hvaða ríkis þar til það öðlaðist sjálfstæði árið 1974? Svar: Búlgaríu.

-Íbúar hvaða lands eru kallaðir Vallónar? Svar: Wales.

-Hvert var fornafn Hitlers? Svar: Heil.

-Hver var forsætisráðherra á undan Tony Blair? Svar: George Bush.

-Í kaþólskri trú eru skírn, ferming og gifting þrjú af...? Svar: Dauðasyndunum sjö.

-Hvaða manngerðu byggingu frá þriðju öld fyrir Krist er stundum sagt að hægt sé að sjá úr himingeimnum? Svar: Þúsaldarhöllina í London?

-Þekkt þjóðsaga segir af manni sem skaut epli af höfði sonar síns. Hver var það? Svar: Mér dettur helst í hug Isaac Newton.


Myrkur og kuldi í villta vestrinu

Jæja Daginn góðir hálsar... þá er ég sestur fyrir framan tölvuna og datt í hug að skrifa nokkur orð um það sem á daga mína hefur drifið undanfarið. Hérna á Þingeyri er myrkur og kuldi og ekki margt að gerast frekar en vanalega. Enga vinnu að fá í augnablikinu og ekki horfur á því að það sé að fara að breytast á næstunni. Ég hef ákveðið að prófa að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur á félgasmiðstöðvarhugmyndinni þar sem að mér hefur verið tilkynnt að ég fái ekki aðstoð frá Ísafjarðarbæ. Nú er farið að styttast í að ég og Dísa fljúgum suður til að vera þar í heilan mánuð yfir jólin. Vá hvað ég get ekki beðið eftir því að fara suður. Losna frá öllu þessu veseni og vitleysu.
En jæja verð að fara... meira seinna

Tilhlökkun

Daginn allir saman. Í dag var dagurinn tekinn snemma og skundað á Ísafjörð þar sem að allir atvinnuleysingjar staðarins komu saman til þess að hlusta á vikulega og kannski frekar tilgangslausan fyrirlestur um eitthvað sem að ég man ekki hvað var lengur. En nóg um það. Nú er farið að styttast í mánaðamót. Sem að þíðir tvennt. Peningur og matur. Reyndar þýðir það líka að það er farið að styttast í að ég og Dísa förum suður. Reyndar datt einhverjum í hug að ég myndi bjóða allri fjölskyldunni fyrir sunnan að koma og halda jólin hérna. Ég s.s má ekki fara suður. Það á s.s. að reina að halda mér í þessu krummaskuði hérna. Og þó svo að ég viti að fjölskylda mín myndi aldrei koma til að vera hérna um jólin. Þá snýst þetta nú líka um það að ég á fullt af vinum fyrir sunnan sem að mig langar svoldið mikið til að hitta í kring um jólin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta lið fari að keyra hingað vestur bara vegna þess að við megum ekki fara suður. Ég verð samt að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir því að komast suður til að hitta fjölskyldu og vini. Heimþráin er farin að gera verulega vel vart við sig. Enda s.s. ekki mikið um að vera hérna og mér dauðleiðist. Ég er líka farinn að hugleiða að flytja suður og fara í frekara tónlistarnám. Það er það eina sem að ég gæti hugsað mér að mennta mig í og eiginlega það eina sem að ég er góður í.

sunnudagsmessukórsöngur

Jæja góðan daginn allir saman. Í dag er sunnudagur og kallinn gerði sér lítið fyrir og skelti sér í kirkju. Ég og Dísa ákváðum að tékka á kirkjukórnum og göluðum þarna hástöfum í kolómögulegri tóntegund. Hugsa að við látum þetta gott heita af kórsöng í bili. Hafði frekar lítið gaman af þessu. Annars er ósköp fátt að frétta hérna úr vilta vestrinu. Sama hundalífið alla daga alltaf hreint. Ég og Hjördís tókum okkur til í dag og tókum til í litla húsinu okkar á Brekkugötu 6 fórum niður í kjallara og lærðum á þvottavélina og settum í nokkrar þvottavélar og nú sit ég hérna í stofunni hjá tengdó er hérna að hlusta á bílarugl. Nýti mér tækifærið þegar að ég er hérna og skýst á netið.

Nýtt upphaf

Góðan daginn... jæja þá er maður kominn á þetta svokallaða moggablogg. Vona að ég verði duglegri að setja færslur hér inn en á gamla bloggið. Fyrir þá sem að ekki þekkja mig þá heiti ég Sigurður Daðason og er 25 ára sunnlenskur sveitastrákur búsettur á þingeyri við Dýrafjörð. Nú spyrja eflaust margir hvurn fj***** ég sé að gera þar? Ástæðan er einföld. Ég lét draga mig hingað í þeirri einföldu trú að ég yrði að prófa eitthvað nýtt. Fyrir mér er þetta bara tímabundið. Ég ætla ekki að láta þetta verða endastaðinn. Stefnan er að fara aftur suður, mennta sig og koma sér almennilega fyrir í lífinu. En engin veit s.s. sína ævina fyrr en öll er. hver veit s.s hvað framtíðin ber í skauti sér. Annars ætlaði ég nú bara aðeins að segja nokkur orð svona til að starta þessu öllu saman. Ákvað að færa mig um set tímabundið og PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband