Fáviska í Fyrirrúmi

Þetta fann ég á Pressunni... varð að deila þessu.

 

Fornafn Hitlers var Heil og fíll er stærri en tunglið: Verstu svörin í spurningakeppnum í sjónvarpi Hvert var fornafn nasistaleiðtogans Hitlers? Heil!

Hvort er stærra, tunglið eða fíll? Fíll! Hver var forsætisráðherra Bretlands á undan Tony Blair? George Bush. Þetta eru þrjú af alverstu svörum í spurningakeppnum í Bresku sjónvarpi síðustu ára, en þau hafa nú verið gefin út í bók. Marcus Berkmann fer yfir þessu óheppilegu svör úr breskum sjónvarpsþáttum í bókinni Private Eye's Dumb Britain 2, en hér á eftir fara nokkur önnur athyglisverð svör. -

Hver málaði mikið verk í lofti Sixtínsku kapellunnar í Róm? Svar: Uhhh...Leonardo di Caprio.

-Var Tyrannosaurus Rex kjötæta eða grænmetisæta? Svar: Hvorugt. Hún var risaeðla.

-Hvaða bjarnartegund lifir á Suðurskautinu? Svar: (löng þögn) Mörgæs.

-Charles Dickens skrifaði fyrst undir hvaða dulnefni? Svar: Bart Simpson.

-Leikarinn Johnny Weissmuller lést á þessum degi. Hvaða persónu sem sveiflar sér í trjánum íklæddur einungis lendarskýlu lék hann? Svar: Jesús.

-Hvort er stærra, tunglið eða fíll? Svar: Fíll.

-Hver er höfuðborg Kúbu? Svar: (þögn)...(þögn)...(ræsking)...(þögn)...(önnur ræsking)...Belgía?

-Er Sark eyja í Ermasundi? Svar: Ó, er það í Ermasundi? Ég veit það ekki, eru eyjar í Ermasundi? Ég hef aldrei heyrt um neina. Frakkland...það er nálægt Ermasundi er það ekki?

-Pakistan var hluti hvaða ríkis þar til það öðlaðist sjálfstæði árið 1974? Svar: Búlgaríu.

-Íbúar hvaða lands eru kallaðir Vallónar? Svar: Wales.

-Hvert var fornafn Hitlers? Svar: Heil.

-Hver var forsætisráðherra á undan Tony Blair? Svar: George Bush.

-Í kaþólskri trú eru skírn, ferming og gifting þrjú af...? Svar: Dauðasyndunum sjö.

-Hvaða manngerðu byggingu frá þriðju öld fyrir Krist er stundum sagt að hægt sé að sjá úr himingeimnum? Svar: Þúsaldarhöllina í London?

-Þekkt þjóðsaga segir af manni sem skaut epli af höfði sonar síns. Hver var það? Svar: Mér dettur helst í hug Isaac Newton.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Alger snilld. Mér finnst samt fyndið að segja að skírn, ferming og gifting séu dauðasyndir.  Við gétum samt ekki ætlast til að það séu allir jafn gáfaðir og við

Þórhildur Daðadóttir, 3.12.2009 kl. 10:38

2 identicon

Af því að ég er í guðfræðinni þá fannst mér brandarinn um Tarzan og Jesú svolítið fyndinn...

Viðar (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband