Jól með Obama!!!

já það er ekkert annað!!! Ég hef nú ekkert á moti kallinum honum Obama en þessi frétt myndi hvergi byrtast í fjölmiðlum nema á íslandi. Þetta er svo dæmigert fyrir rembinginn í fólkinu hérna á þessu blessaða skeri... allstaðar þar sem að við erum út í heimi að þá erum við mest og best. Stolt er af hinu góða upp að vissu marki en svona fréttir fynnst mér alltaf hlægilegar. Ég held að fólk ætti að fara að koma sér aftur niður á jörðina og fara að koma með einhverjar alvöru fréttir.
mbl.is Íslendingar halda jól með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er Ísland jafn lítið og bæjarfélög í stóru löndunum.

Bæjarfélögin þar eru líka með svona svipaðar smáfréttir eins og sjást oft í fjölmiðlum hérna.

Geiri (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 01:05

2 identicon

ertu eitthvað öfundsjúkur?

Gunnþór (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 02:22

3 identicon

Við erum Molbúar.

GA (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 03:17

4 identicon

Nehhei! Ég er á Hawaii og að sjálfsögðu eru endalausar fréttir um hverja hann talaði við á meðan hann var við þetta jólamatarboð hjá hernum. Viðtöl við menn sem "áttu að borða meira grænmeti" að sögn forsetans og annað jafn ómerkilegt ;)

Maria (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 07:05

5 Smámynd: Sigurður Daðason

nei nei... ég er alls ekkert öfundsjúkur... fynnst svona fréttir bara alltaf frekar kjánalegar og ómerkilegar... Bandaríkjaforseti er jú bara óskup venjuleg manneskja eins og við öll hin og það er fátt asem að mér fynnst leiðinlegra en svona snobb.

Sigurður Daðason, 29.12.2009 kl. 13:07

6 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Hvaða hvaða, afhverju má ekki segja svona skemmtilegar fréttir. Ekki veitir okkur af. Allt er betra en Ic.....

Þórhildur Daðadóttir, 29.12.2009 kl. 17:07

7 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Mér finnst þetta bara sæt frétt, og sýnir að valdamesti maður heims er mannlegur eftir allt.

Þórhildur Daðadóttir, 29.12.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband