Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Jól með Obama!!!

já það er ekkert annað!!! Ég hef nú ekkert á moti kallinum honum Obama en þessi frétt myndi hvergi byrtast í fjölmiðlum nema á íslandi. Þetta er svo dæmigert fyrir rembinginn í fólkinu hérna á þessu blessaða skeri... allstaðar þar sem að við erum út í heimi að þá erum við mest og best. Stolt er af hinu góða upp að vissu marki en svona fréttir fynnst mér alltaf hlægilegar. Ég held að fólk ætti að fara að koma sér aftur niður á jörðina og fara að koma með einhverjar alvöru fréttir.
mbl.is Íslendingar halda jól með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

20038_1275736287263_1045641707_843644_2092123_n_945299.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og Hoffinn viljum óska öllum sem að detta hérna inn, og öllum hinum líka gleðilegra jóla og farsældar í nýju ári


Essa(sa) (Sie) Sue

Er þetta nú ekki alveg dæmigert fyrir ísland og íslendinga?? Alltaf tekst okkur að komast í heimsfréttirnar út á einhverja svona vitleysu. Stelpugreyið heitir ekki einu sinni Essa Sue. Hún heitir Essasa Sie Wie. Við hljótum að eiga heimsmet í fávitaskap... örugglega ef miðað er við höfðatölu.
mbl.is Frægð Essasa Sue berst víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schumacher gerir samning við Mercedes

Já ok... það verður gaman fyrir mig sem harðan aðdáanda þessa mikla snillings að sjá hann aftur um borð í Formúlu1... Verst að hann er að fara að aka fyrir kolvitlaust lið
mbl.is Schumacher gerir samning við Mercedes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegasti maður í heimi???

Bruno Kettels hefur verið valinn fallegasti maður í heimi (Mr International). samkvæmt fréttinni að þá voru mennirnir (eins og í öllum öðrum fegurðarsamkeppnum) ekki dæmdir út frá útliti einu saman. Ja ég vona svo sannarlega að Bólivíumaðurinn Brunó sem að segjist verja tveimur klukkustundum á dag í ræktinni sé skemmtilegur og góður persónuleiki því að ekki hefur hann farið áfram á útlitinu manngreyjið.  

Jahá...

Synd að heira þetta. Þarna var á ferðinni falleg og frábær leikkona. Verð nú samt að játa að maður kemmst ekki hjá því að velta ýmsu fyrir sér þegar að fólk deyr svona ungt en það getur vissulega allt gerst og ekki skal ég dæma um dánarorsök fyrr en að öll kurl eru komin til grafar í þessu máli. Engu að síður synd að heira þetta og það er mikill söknuður af svo frábærum listamanni
mbl.is Brittany Murphy látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáviska í Fyrirrúmi

Þetta fann ég á Pressunni... varð að deila þessu.

 

Fornafn Hitlers var Heil og fíll er stærri en tunglið: Verstu svörin í spurningakeppnum í sjónvarpi Hvert var fornafn nasistaleiðtogans Hitlers? Heil!

Hvort er stærra, tunglið eða fíll? Fíll! Hver var forsætisráðherra Bretlands á undan Tony Blair? George Bush. Þetta eru þrjú af alverstu svörum í spurningakeppnum í Bresku sjónvarpi síðustu ára, en þau hafa nú verið gefin út í bók. Marcus Berkmann fer yfir þessu óheppilegu svör úr breskum sjónvarpsþáttum í bókinni Private Eye's Dumb Britain 2, en hér á eftir fara nokkur önnur athyglisverð svör. -

Hver málaði mikið verk í lofti Sixtínsku kapellunnar í Róm? Svar: Uhhh...Leonardo di Caprio.

-Var Tyrannosaurus Rex kjötæta eða grænmetisæta? Svar: Hvorugt. Hún var risaeðla.

-Hvaða bjarnartegund lifir á Suðurskautinu? Svar: (löng þögn) Mörgæs.

-Charles Dickens skrifaði fyrst undir hvaða dulnefni? Svar: Bart Simpson.

-Leikarinn Johnny Weissmuller lést á þessum degi. Hvaða persónu sem sveiflar sér í trjánum íklæddur einungis lendarskýlu lék hann? Svar: Jesús.

-Hvort er stærra, tunglið eða fíll? Svar: Fíll.

-Hver er höfuðborg Kúbu? Svar: (þögn)...(þögn)...(ræsking)...(þögn)...(önnur ræsking)...Belgía?

-Er Sark eyja í Ermasundi? Svar: Ó, er það í Ermasundi? Ég veit það ekki, eru eyjar í Ermasundi? Ég hef aldrei heyrt um neina. Frakkland...það er nálægt Ermasundi er það ekki?

-Pakistan var hluti hvaða ríkis þar til það öðlaðist sjálfstæði árið 1974? Svar: Búlgaríu.

-Íbúar hvaða lands eru kallaðir Vallónar? Svar: Wales.

-Hvert var fornafn Hitlers? Svar: Heil.

-Hver var forsætisráðherra á undan Tony Blair? Svar: George Bush.

-Í kaþólskri trú eru skírn, ferming og gifting þrjú af...? Svar: Dauðasyndunum sjö.

-Hvaða manngerðu byggingu frá þriðju öld fyrir Krist er stundum sagt að hægt sé að sjá úr himingeimnum? Svar: Þúsaldarhöllina í London?

-Þekkt þjóðsaga segir af manni sem skaut epli af höfði sonar síns. Hver var það? Svar: Mér dettur helst í hug Isaac Newton.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband