Tilhlökkun

Daginn allir saman. Í dag var dagurinn tekinn snemma og skundað á Ísafjörð þar sem að allir atvinnuleysingjar staðarins komu saman til þess að hlusta á vikulega og kannski frekar tilgangslausan fyrirlestur um eitthvað sem að ég man ekki hvað var lengur. En nóg um það. Nú er farið að styttast í mánaðamót. Sem að þíðir tvennt. Peningur og matur. Reyndar þýðir það líka að það er farið að styttast í að ég og Dísa förum suður. Reyndar datt einhverjum í hug að ég myndi bjóða allri fjölskyldunni fyrir sunnan að koma og halda jólin hérna. Ég s.s má ekki fara suður. Það á s.s. að reina að halda mér í þessu krummaskuði hérna. Og þó svo að ég viti að fjölskylda mín myndi aldrei koma til að vera hérna um jólin. Þá snýst þetta nú líka um það að ég á fullt af vinum fyrir sunnan sem að mig langar svoldið mikið til að hitta í kring um jólin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta lið fari að keyra hingað vestur bara vegna þess að við megum ekki fara suður. Ég verð samt að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir því að komast suður til að hitta fjölskyldu og vini. Heimþráin er farin að gera verulega vel vart við sig. Enda s.s. ekki mikið um að vera hérna og mér dauðleiðist. Ég er líka farinn að hugleiða að flytja suður og fara í frekara tónlistarnám. Það er það eina sem að ég gæti hugsað mér að mennta mig í og eiginlega það eina sem að ég er góður í.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri gaman hjá þér að flytja suður og fara í tónlistarnám. Það verður gaman að fá ykkur í des og hafa ykkur yfir jólin. Hlökkum til að sjá ykkur

Kristrún Rós Rósmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband