Nýtt upphaf

Góðan daginn... jæja þá er maður kominn á þetta svokallaða moggablogg. Vona að ég verði duglegri að setja færslur hér inn en á gamla bloggið. Fyrir þá sem að ekki þekkja mig þá heiti ég Sigurður Daðason og er 25 ára sunnlenskur sveitastrákur búsettur á þingeyri við Dýrafjörð. Nú spyrja eflaust margir hvurn fj***** ég sé að gera þar? Ástæðan er einföld. Ég lét draga mig hingað í þeirri einföldu trú að ég yrði að prófa eitthvað nýtt. Fyrir mér er þetta bara tímabundið. Ég ætla ekki að láta þetta verða endastaðinn. Stefnan er að fara aftur suður, mennta sig og koma sér almennilega fyrir í lífinu. En engin veit s.s. sína ævina fyrr en öll er. hver veit s.s hvað framtíðin ber í skauti sér. Annars ætlaði ég nú bara aðeins að segja nokkur orð svona til að starta þessu öllu saman. Ákvað að færa mig um set tímabundið og PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Velkomin á moggabloggið, kæri bróðir. Hélt reyndar að ég ætti ekki eftir að sjá þig hér. Það getur greinilega allt gerst.  

Þórhildur Daðadóttir, 24.10.2009 kl. 18:22

2 identicon

jú jú ég hef s.s. orðið var við það síðastliðið ár að allt getur gerst

Siggi D (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 18:57

3 Smámynd: Sveinbjörg M.

Glæsilegt Siggi! Um að gera að prófa eitthvað nýtt

Sveinbjörg M., 26.10.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband