Langt um liðið

Góðan daginn lesendur góðir... þá er sumarið á enda og haustið að byrja að sýna sig. Í nótt snjóaði í fjöll hér í skepnufirði og var Gemlan grá og guggin í morgunsárið. Núna sit ég hér í nýja húsinu sem að við Dísa vorum að leigja og hef óskup lítið annað að gera en að bora í nefið. Vinnunni er lokið þetta sumarið og ég er aftur orðinn atvinnuleysingiFrown Já það er fátt um fína drætti hérna fyrir vestan eins og ástandið er og ekki að sjá að neitt sé að batna í þeim efnum... úps!!! Augnablik... Þurfti að fara að finna til í þvottavél. Við erum að fara til tengdó á eftir að setja í þvottavél. Þvottavélina sem að eigum en erum ekki búin að flytja ennþá. Svona er nú það... þegar að það er nóg að gera þá nennir maður engu. Það er svo mikið égBlush En nóg af því. Ég ætla að reyna að blogga minnst vikulega í vetur til þess að bæta upp fyrir bloggleysið undanfarna mánuði. Þá getir þið fengið að fræðast um allar þar hugmyndir sem að gerjast í kollinum mér um atvinnusköpun hérna s.s. eins og félagsmiðstöð, sumarbúðir, ferjusiglingar til grænlands og kanada og ýmislegt fleira sem að gerjast í kollinum á mér. Og svo munuð þið bara fá að fylgjast með daglega lífinu á eyrinni. Öllu því sem að merkilegt þykir verður sagt frá hérna... og þó svo að ég muni ekki hafa neitt að segja að þá mun ég samt reina að skrifa um ekki neitt til þess að láta fólk heira í mér. En segjum þetta gott í bili. Adjö amigos. Bæ bæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Gaman að heyra frá þér Siggi. Kannski ætti ég líka að fara að blogga aftur.

Þórhildur Daðadóttir, 20.9.2010 kl. 11:06

2 identicon

Siggi minn. Það er nóg að gera hérna. Bara spurning um að koma eitthvað hugmyndunum í framkvæmd :) Það veitir ekki af að skapa meiri atvinnu hérna í firðinum fallega.

Gísli (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband